Gylfi á eitt af mörkum mánaðarins (myndskeið)

Gylfi Þór hleður í skotið sem endaði með stórglæsilegu marki.
Gylfi Þór hleður í skotið sem endaði með stórglæsilegu marki. Ljósmynd/Everton

Markið glæsilega, sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton í 4:1 tapi liðsins gegn Southampton, hefur verið tilnefnt sem eitt af mörkum nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Mark Gylfa var sérlega glæsilegt en eftir skot hans rétt utan vítateigslínu fór boltinn í slána, þaðan í stöngina og aftur í slána og inn.

Átta mörk hafa verið tilnefnd og þeir sem skoruð þau auk Gylfa eru Wayne Rooney (Everton), Rajiv Van La Parra (Brighton), Kevin De Bruyne (Manchester City), Mo Salah (Liverpool), Jamie Vardy (Leicester), Ashley Young (Manchester United) og Jesse Lingard (Manchester United).

Sjáið mörkin og takið þátt í að velja mark Gylfa

mbl.is