Breytingar á ensku liðunum – janúarglugginn

Hollendingurinn Virgil van Dijk er orðinn dýrasti varnarmaður heims eftir ...
Hollendingurinn Virgil van Dijk er orðinn dýrasti varnarmaður heims eftir að Liverpool keypti hann af Southampton fyrir 75 milljónir punda. AFP

Frá og með 1. janúar 2018 var opnað fyrir öll félagaskipti í ensku knattspyrnunni í einn mánuð. Félögin geta keypt og selt leikmenn til 31. janúar en þá er glugganum lokað á ný til loka tímabilsins.

Mbl.is fylgist að vanda vel með öllum breytingum sem verða á ensku úrvalsdeildarliðunum og þessi frétt er uppfærð jafnt og þétt allan mánuðinn.

Hér fyrir neðan má sjá nýjustu markverðustu félagaskiptin, þá lista yfir dýrustu leikmenn janúarmánaðar, og loks öll félagaskiptin og breytingarnar sem hafa orðið á hverju liði fyrir sig, af þeim 20 liðum sem skipa úrvalsdeildina tímabilið 2017-2018. Neðst eru síðan tenglar á sumargluggann 2017 og janúargluggann 2017 og því er hægt að sjá öll félagaskipti ársins í deildinni.

Nýjustu félagaskiptin, þau helstu:
13.1. Fousseni Diabaté, Ajaccio - Leicester 1,8 milljónir punda
12.1. Alex Pritchard, Norwich - Huddersfield, 11 milljónir punda
11.1. Francis Coquelin, Arsenal - Valencia, 12 milljónir punda
  9.1. Moritz Bauer, Rubin Kazan - Stoke, 5 milljónir punda
  9.1. Georges-Kevin Nkoudou, Tottenham - Burnley, lán
  8.1. Moussa Niakate, París FC - Stoke, án greiðslu
  8.1. Philippe Coutinho, Liverpool - Barcelona, 142 milljónir punda
  7.1. Kevin Mirallas, Everton - Olympiacos, lán
  5.1. Cenk Tosun, Besiktas - Everton, 27 milljónir punda
  5.1. Ross Barkley, Everton - Chelsea, 15 milljónir punda
  4.1. Konstantinos Mavropanos, Giannina - Arsenal, 2,2 millj. punda
  2.1. Terence Kongolo, Mónakó - Huddersfield, lán
  1.1. Adrien Silva, Sporting Lissabon - Leicester, 22 milljónir punda
  1.1. Virgil van Dijk, Southampton - Liverpool, 75 milljónir punda
  1.1. Diego Costa, Chelsea - Atlético Madrid, 48,4 milljónir punda

Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona 8. janúar fyrir 106 ...
Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona 8. janúar fyrir 106 milljónir punda. Sú upphæð hækkar í um 142 milljónir punda, samkvæmt ýmsum ákvæðum í samningnum. AFP


Dýrustu leikmennirnir:

  8.1. Philippe Coutinho, Liverpool - Barcelona, 142 milljónir punda
  1.1. Virgil van Dijk, Southampton - Liverpool, 75 milljónir punda
  1.1. Diego Costa, Chelsea - Atlético Madrid, 48,4 milljónir punda
  5.1. Cenk Tosun, Besiktas - Everton, 27 milljónir punda
  1.1. Adrien Silva, Sporting Lissabon - Leicester, 22 milljónir punda
  5.1. Ross Barkley, Everton - Chelsea, 15 milljónir punda
11.1. Francis Coquelin, Arsenal - Valencia, 12 milljónir punda
12.1. Alex Pritchard, Norwich - Huddersfield, 11 milljónir punda

Konstantinos Mavropanos, tvítugur grískur miðvörður, er kominn til Arsenal frá ...
Konstantinos Mavropanos, tvítugur grískur miðvörður, er kominn til Arsenal frá PAS Giannina í Grikklandi. Ljósmynd/Arsenal

ARSENAL:

Knattspyrnustjóri: Arsene Wenger, frá 1. október 1996.
Staða um áramót: 5. sæti.
Árangur 2016-17: 5. sæti og bikarmeistari.

Komnir:

4.1. Konstantinos Mavropanos frá PAS Giannina (Grikklandi)
Farnir:
12.1. Tafari Moore til Wycombe (lán)
11.1. Francis Coquelin til Valencia (Spáni)
  3.1. Stephy Mavididi til Charlton (lán)

BOURNEMOUTH:

Knattspyrnustjóri: Eddie Howe frá 12. október 2012.
Staða um áramót: 14. sæti.
Árangur 2016-17: 9. sæti.

Komnir:
5.1. Lewis Grabban frá Sunderland (úr láni)
Farnir:
5.1. Aaron Ramsdale til Chesterfield (lán)

BRIGHTON:

Knattspyrnustjóri: Chris Hughton, frá 31. desember 2014.
Staða um áramót: 12. sæti.
Árangur 2016-17: 2. sæti B-deildar.

Komnir:
1.1. Viktor Gyokeres (19 ára) frá Brommapojkarna (Svíþjóð).
Farnir:
10.1. Izzy Brown til Chelsea (úr láni)
  7.1. Jamie Murphy til Rangers (Skotlandi) (lán)
  3.1. Jordan Maguire-Drew til Coventry (lán)

Burnley hefur fengið franska kantmanninn Georges-Kevin N'Koudou lánaðan frá Tottenham ...
Burnley hefur fengið franska kantmanninn Georges-Kevin N'Koudou lánaðan frá Tottenham út þetta tímabil. Hann er 23 ára og hefur leikið 9 leiki með Tottenham í úrvalsdeildinni. AFP

BURNLEY:

Knattspyrnustjóri: Sean Dyche, frá 30. október 2012.
Staða um áramót: 7. sæti.
Árangur 2016-17: 16. sæti.

Komnir:
9.1. Georges-Kevin Nkoudou frá Tottenham (lán)
Farnir:
9.1. Luke Hendrie til Shrewsbury
4.1. Jimmy Dunne til Accrington (lán)

Miðjumaðurinn Ross Barkley er kominn til Chelsea frá Everton fyrir ...
Miðjumaðurinn Ross Barkley er kominn til Chelsea frá Everton fyrir 15 milljónir punda. Hann hefur ekkert leikið í vetur vegna meiðsla. AFP

CHELSEA:

Knattspyrnustjóri: Antonio Conte frá 1. júní 2016.
Staða um áramót: 2. sæti.
Árangur 2016-17: Meistari.

Komnir:
10.1. Izzy Brown frá Brighton (úr láni)
  5.1. Ross Barkley frá Everton
  3.1. Kasey Palmer frá Huddersfield (úr láni)
Farnir:
8.1. Jake Clarke-Salter til Sunderland (lán)
4.1. Ike Ugbo til MK Dons (lán)
1.1. Diego Costa til Atlético Madrid

CRYSTAL PALACE:

Knattspyrnustjóri: Roy Hodgson, frá 12. september 2017.
Staða um áramót: 17. sæti.
Árangur 2016-17: 14. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
12.1. Noor Husin til Notts County

Tyrkneski landsliðsframherjinn Cenk Tosun, 26 ára gamall, er kominn til ...
Tyrkneski landsliðsframherjinn Cenk Tosun, 26 ára gamall, er kominn til Everton frá Besiktas fyrir 27 milljónir punda. AFP

EVERTON:

Knattspyrnustjóri: Sam Allardyce, frá 30. nóvember 2017.
Staða um áramót: 9. sæti.
Árangur 2016-17: 7. sæti.

Komnir:
6.1. Henry Onyekuru frá Anderlecht (Belgíu) (úr láni)
5.1. Cenk Tosun frá Besiktas (Tyrklandi)
Farnir:
12.1. Harry Charsley til Bolton (lán)
  7.1. Kevin Mirallas til Olympiacos (Grikklandi) (lán)

  5.1. Ross Barkley til Chelsea
  5.1. Gethin Jones til Fleetwood
  5.1. Liam Walsh til Bristol City

Alex Pritchard, til hægri, er kominn til Huddersfield frá Norwich ...
Alex Pritchard, til hægri, er kominn til Huddersfield frá Norwich fyrir 11 milljónir punda. Hann er 24 ára enskur sóknarmiðjumaður. AFP

HUDDERSFIELD:

Knattspyrnustjóri: David Wagner, frá 9. nóvember 2015.
Staða um áramót: 11. sæti.
Árangur 2016-17: 5. sæti B-deildar.

Komnir:
12.1. Alex Pritchard frá Norwich
  6.1. Sean Scannell frá Burton (úr láni)
  2.1. Terence Kongolo frá Mónakó (Frakklandi) (lán)
Farnir:
3.1. Kasey Palmer til Chelsea (úr láni)

Portúgalski landsliðsmaðurinn Adrien Silva er kominn til Leicester frá Sporting ...
Portúgalski landsliðsmaðurinn Adrien Silva er kominn til Leicester frá Sporting Lissabon. Hann hefur æft með Leicester í allan vetur en ekki tókst að ganga frá félagaskiptum hans í tæka tíð þegar síðasta glugga var lokað í lok ágúst. AFP

LEICESTER:

Knattspyrnustjóri: Claude Puel, frá 25. október 2017.
Staða um áramót: 8. sæti.
Árangur 2016-17: 12. sæti.

Komnir:
13.1. Fousseni Diabaté frá Ajaccio (Frakklandi)
  1.1. Adrien Silva frá Sporting Lissabon (Portúgal).
Farnir:
Engir.

LIVERPOOL:

Knattspyrnustjóri: Jürgen Klopp, frá 8. október 2015.
Staða um áramót: 4. sæti.
Árangur 2016-17: 4. sæti.

Komnir:
8.1. Ryan Kent frá Freiburg (Þýskalandi) (úr láni)
       Lánaður til Bristol City 12.1.
1.1. Virgil van Dijk frá Southampton
Farnir:
11.1. Cameron Brannagan til Oxford
11.1. Matty Virtue til Notts County (lán)
  8.1. Philippe Coutinho til Barcelona (Spáni)
  5.1. Corey Whelan til Yeovil (lán)

MANCHESTER CITY:

Knattspyrnustjóri: Pep Guardiola, frá 1. júní 2016.
Staða um áramót: 1. sæti.
Árangur 2016-17: 3. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
12.1. Isaac Buckley-Ricketts til Oxford (lán)
10.1. Chidiebere Nwakali til Aberdeen (Skotlandi) (lán)
  5.1. Shay Facey til Northampton

MANCHESTER UNITED:

Knattspyrnustjóri: José Mourinho, frá 27. maí 2016. 
Staða um áramót: 3. sæti.
Árangur 2016-17: 6. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
11.1. Demetri Mitchell til Hearts (Skotlandi) (lán)
10.1. James Wilson til Sheffield United (lán)

NEWCASTLE:

Knattspyrnustjóri: Rafael Benítez, frá 11. mars 2016.
Staða um áramót: 16. sæti.
Árangur 2016-17: Meistari B-deildar.

Komnir:
Engir.
Farnir:
11.1. Ivan Toney til Scunthorpe (lán)
  9.1. Adam Armstrong til Blackburn (lán) (var í láni hjá Bolton)

SOUTHAMPTON:

Knattspyrnustjóri: Mauricio Pellegrino, frá 23. júní 2017.
Staða um áramót: 13. sæti.
Árangur 2016-17: 8. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
5.1. Marcus Barnes til Yeovil (lán)
1.1. Virgil van Dijk til Liverpool

Moritz Bauer, austurrískur bakvörður, er kominn til Stoke frá Rubin ...
Moritz Bauer, austurrískur bakvörður, er kominn til Stoke frá Rubin Kazan í Rússlandi. Hann hefur leikið tvo landsleiki fyrir Austurríki, báða árið 2017. AFP

STOKE:

Knattspyrnustjóri: Paul Lambert frá 15. janúar 2018.
Staða um áramót: 15. sæti.
Árangur 2016-17: 13. sæti.

Komnir:
9.1. Moritz Bauer frá Rubin Kazan (Rússlandi)
8.1. Moussa Niakate frá París FC (Frakklandi)

Farnir:
6.1. Jese Rodriguez til París SG (úr láni)

SWANSEA:

Knattspyrnustjóri: Carlos Carvalhal, frá 28. desember 2017.
Staða um áramót: 20. sæti.
Árangur 2016-17: 15. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
11.1. Ryan Blair til Falkirk (Skotlandi) (lán)
  6.1. Tyler Reid til Newport (lán)
  5.1. Josh Sheehan til Newport

TOTTENHAM:

Knattspyrnustjóri: Mauricio Pochettino, frá 27. maí 2014. 
Staða um áramót: 6. sæti.
Árangur 2016-17: 2. sæti.


Komnir:
Engir.
Farnir:
15.1. Marcus Edwards til Norwich (lán)
  9.1. Georges-Kevin Nkoudou til Burnley (lán)

WATFORD:

Knattspyrnustjóri: Marco Silva, frá  27. maí 2017.
Staða um áramót: 10. sæti.
Árangur 2016-17: 17. sæti.


Komnir:
Engir.
Farnir:
12.1. Brice Dja Djédjé til Lens (Frakklandi) (lán)
12.1. Charlie Rowan til Accrington Stanley (lán)
11.1. Alex Jakubiak til Falkirk (Skotlandi) (lán)
11.1. Michael Folivi til Boreham Wood (lán)

WEST BROMWICH:

Knattspyrnustjóri: Alan Pardew, frá 29. nóvember 2017.
Staða um áramót: 19. sæti.
Árangur 2016-17: 10. sæti.


Komnir:
18.12. Ahmed Hegazi frá Al Ahly (Egyptalandi) - var í láni frá Al Ahly
Farnir:
11.1. Kane Wilson til Exeter (lán)

WEST HAM:

Knattspyrnustjóri: David Moyes, frá 7. nóvember 2017.
Staða um áramót: 18. sæti.
Árangur 2016-17: 11. sæti.


Komnir:
29.12. Reece Oxford frá Mönchengladbach (Þýskalandi) (úr láni).
Farnir:
Engir.

Sumarglugginn 2017.

Janúarglugginn 2017.

Diego Costa er kominn til Atlético Madrid frá Chelsea en ...
Diego Costa er kominn til Atlético Madrid frá Chelsea en hann hefur æft með spænska liðinu síðan í október. AFP
Terence Kongolo, til hægri, er kominn til Huddersfield í láni ...
Terence Kongolo, til hægri, er kominn til Huddersfield í láni frá Mónakó. Hann er 23 ára varnarmaður sem hefur spilað 3 landsleiki fyrir Holland. AFP
mbl.is