Hvað í fjandanum var þetta?

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði sig sekan um sprenghlægileg mistök í viðtali í beinni útsendingu eftir 4:3 sigur Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu en hann ræddi við íþróttafréttamenn á bandarísku sjónvarpstöðinni NBC.

Klopp var fljótur að átta sig á því að hann væri í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð og nefndi það að fyrra bragði en eigendur Liverpool eru bandarískir.

„Það þýðir að yfirmaður minn er horfa. Hoppandi og skoppandi [yfir skjánum],“ sagði Klopp en leikurinn var æsispennandi og bráðfjörugur þar sem Manchester City minnkaði muninn með tveimur mörkum seint í leiknum og átti möguleika á því að jafna.

Í sjónvarpssettinu stóð Klopp með Graeme Le Saux og Lee Dixon, knattspyrnumönnunum fyrrverandi og sagði: „Sem knattspyrnustjóri geturðu sagt: Allt í lagi – við hefðum getað gert þetta betur. En þegar þú horfir á þetta sem stuðningsmaður spyrðu þig einfaldlega: Hvað í fjandanum var þetta? (e. what the f**k was that?). Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Klopp sem var þá áminntur góðlátlega af bandarísku sjónvarpsmönnunum um að það mætti ekki blóta í sjónvarpi.

„Ég hélt að þetta væri í lagi í Bandaríkjunum,“ sagði Klopp. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert