Sarri að taka við Chelsea

Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. AFP

Aurelio de Laurentiis, forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, segir að Maurizio Sarri, fyrrverandi þjálfari liðsins, sé að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea í stað Ítalans Antonio Conte.

Chelsea hefur átt viðræður við bæði Napoli og Conte þar sem félagið hefur reynt leysa málin varðandi stjórastöðuna. Conte er samningsbundinn Chelsea og stýrði fyrstu æfingu á undirbúningstímabilinu í gær.

Napoli er búið að ráða Carlo Ancelotti sem eftirmann Sarri en hann er enn í starfi hjá Napoli og vill ítalska félagið fá bætur frá Chelsea fyrir að láta Sarri fara.

Þá segir forseti Napoli að miðjumaðurinn Jorginho fylgi Sarri til Chelsea og kemur Lundúnaliðið til með að greiða 50 milljónir punda fyrir leikmanninn og 7 milljónir punda fyrir að fá Sarri til liðs við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert