United lánar Wilson til Skotlands

James Wilson í leik með United á sínum tíma.
James Wilson í leik með United á sínum tíma. AFP

Manchester United hefur lánað framherjann James Wilson til Aberdeen í Skotlandi og verður hann þar út yfirstandandi tímabil.

Wilson er 22 ára sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá United allan sinn feril. Hann skoraði tvö mörk í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum á Englandi fyrir United í lokaleik tímabilsins 2013/2014 og þótti afar efnilegur, enda aðeins 18 ára á þeim tíma.

Hann tók svo þátt í 17 leikjum tímabilið eftir en hefur síðan þá meira og minna verið að láni hjá hinum og þessum neðrideildarliðum.

Wilson hefur skorað alls fjögur mörk í 20 leikjum fyrir United en á síðustu leiktíð var hann að láni hjá Sheffield United í ensku B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert