Nýr langtímasamningur við Liverpool

Jordan Henderson við undirskriftina í dag.
Jordan Henderson við undirskriftina í dag. Ljósmynd/Liverpoolfc.com

Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool, en félagið greindi frá þessu nú síðdegis.

Ekki er greint frá því hversu langur samningurinn er, en hinn 28 ára gamli Henderson er í það minnsta ekki að fara neitt. Henderson hefur borið fyrirliðabandið á Anfield, en hann hefur leikið með liðinu frá árinu 2011 þegar hann var keyptur frá Sunderland. Síðan þá hefur hann spilað 284 leiki í öllum keppnum með liðinu og skorað 24 mörk.

„Ég myndi ekki vilja spila fótbolta neins staðar annars staðar. Ég vil vera hér eins lengi og ég mögulega get. Það eru mikil forréttindi að hafa verið svo lengi hjá þessu félagi,“ sagði Henderson, sem á að baki 44 landsleiki fyrir England.

mbl.is