Heimsmet í hagnaði

Philippe Coutinho kostaði sitt þegar Barcelona fékk hann frá Liverpool.
Philippe Coutinho kostaði sitt þegar Barcelona fékk hann frá Liverpool. AFP

Samkvæmt fréttum breska blaðsins Guardian hefur Liverpool FC sett heimsmet í hagnaði hjá knattspyrnufélagi fyrir skatta. 

Liverpool birti ársreikninga sína og þar kom fram að um félagsmet í hagnaði væri að ræða. 

Hagnaðurinn fyrir skatta nam 125 milljónum punda. Helstu ástæðurnar fyrir miklum hagnaði voru þær að liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og fékk háa upphæð frá Barcelona fyrir starfskrafta Coutinho. Sú upphæð er talin vera 142 milljónir punda. 

Samkvæmt Guardian átti Leicester City heimsmetið frá því 2017 en þá var hagnaðurinn 92,5 milljónir fyrir skatta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert