Segir City geta unnið fjórfalt

Sigur Manchester City á Newport var öruggur.
Sigur Manchester City á Newport var öruggur. AFP

Manchester City getur klárlega unnið fjóra titla á þessu tímabili samkvæmt miðjumanninum unga Phil Foden. Foden skoraði tvö mörk í 4:1-sigri City á Newport County í enska bikarnum í dag. 

City er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, átta liða úrslitum enska bikarsins og á leiðinni í úrslit enska deildabikarsins. 

„Það gengur vel núna og við getum klárlega unnið alla titla sem í boði eru, en það verður auðvitað erfitt,“ sagði Foden í samtali við BBC. 

Ekkert enskt lið hefur unnið fjóra stóra titla á sama ári, en Manchester United komst nálægt því árið 1999, er það vann ensku deildina, bikarinn og Meistaradeildina. 

mbl.is