Búið að kæra Sarri

Sarri að þrasa við Roger East fjórða dómara leiksins í ...
Sarri að þrasa við Roger East fjórða dómara leiksins í leiknum gegn Burnley. AFP

Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra Maurizio Sarri knattspyrnustjóra Chelsea fyrir ósæmilega hegðun í leik Chelsea og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór á Stamford Bridge í fyrrakvöld.

Ítalski stjórinn var rekinn upp í stúku á lokamínútum leiksins eftir orðaskipti við Kevin Friend dómara leiksins og á meðan leiknum stóð var Sarri sífellt að rífast við fjórða dómara leiksins ásamt því að öskra ókvæðisorð að varamannabekk Burnley.

Sarri hefur frest fram til föstudags til að svara kæru enska knattspyrnusambandsins.

mbl.is