Mignolet fær ekki að fara

Simon Mignolet og Alisson fagna saman.
Simon Mignolet og Alisson fagna saman. AFP

Belgíski markmaðurinn Simon Mignolet fær ekki að yfirgefa herbúðir Liverpool, þrátt fyrir að hann sé ósáttur við spiltíma sinn hjá liðinu. Mignolet hefur verið varamarkmaður Liverpool síðan félagið keypti Alisson síðasta sumar. 

Mignolet er ekki líklegur til að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Liverpool á næstunni, þar sem Alisson hefur spilað mjög vel. Hann átti stóran þátt í að liðið vann Meistaradeild Evrópu og hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. 

Mignolet hefur leikið 204 leiki með Liverpool, en lék aðeins í 180 mínútur á síðustu leiktíð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill þrátt fyrir það halda Mignolet hjá félaginu. 

„Hjá félagi eins og Liverpool þarftu tvo aðalmarkmenn og við erum með þá í Alisson og Mignolet. Það er góð staða fyrir félagið. Auðvitað vill Mignolet spila meira, en við ætlum að halda þeim báðum," sagði Klopp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert