Sektað fyrir ólöglegar treyjur

Treyjan sem Huddersfield var sektað fyrir.
Treyjan sem Huddersfield var sektað fyrir. Ljósmynd/Huddersfield Town

Enska knattspyrnufélagið Huddersfield hefur verið sektað um 50.000 pund eða tæplega átta milljónir króna fyrir að brjóta auglýsingareglur enska knattspyrnusambandsins. Liðið lék í ólöglegum treyjum í leik við Rochdale á undirbúningstímabilinu. 

Nafn veðmálafyrirtækisins Paddy Power var þvert yfir treyjuna, en það er ekki leyfilegt. Liðið lék aðeins einn leik í treyjunum, sem var hluti af auglýsingaherferð Paddy Power. 

Forráðamenn Paddy Power voru ekki sáttir við sektina sem félagið fékk og bað um svör frá knattspyrnusambandinu, fyrst og fremst vegna þess að Millwall fékk aðeins 10.000 punda sekt fyrir rasisma hjá stuðningsmönnum félagsins. 

mbl.is