Nýr leikmaður Tottenham frá út október

Giovani Lo Celso með Messi vini sínum.
Giovani Lo Celso með Messi vini sínum. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur staðfest að Argentínumaðurinn Giovani Lo Celso verði frá vegna meiðsla út október. Tottenham keypti Lo Celso á 55 milljónir punda frá Real Betis í sumar. 

Lo Celso varð fyrir meiðslum á æfingu með argentínska landsliðinu. Leikmaðurinn sagði sjálfur í viðtali í gær að meiðslin væru smávægileg og ekkert til að hafa áhyggjur af. Frekari skoðanir hafa hins vegar staðfest að meiðslin séu alvarlegri en í fyrstu var talið. 

Hinn 27 ára gamli Lo Celso mun missa af leikjum við Crystal Palace, Leicester, Southampton, Brighton, Watford og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Þá mun hann einnig missa af leikjum í Meistaradeildinni við Olympiacos, Bayern München og Rauðu stjörnuna. 

mbl.is