Jón Daði kominn með nýjan stjóra

Jón Daði Böðvarsson í leik Íslendinga og Frakka á dögunum.
Jón Daði Böðvarsson í leik Íslendinga og Frakka á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er kominn með nýjan stjóra hjá enska B-deildarliðinu Millwall.

Gary Rowett, fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, var í kvöld ráðinn stjóri Millwall í stað Neil Harris sem lét af störfum fyrr í þessum mánuði eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur og hálft ár.

Rowett hóf þjálfaraferill sinn hjá Burton áður en hann fór til Birmingham og Derby. Hann tók við Stoke tímabilið 2017 — '18 en var rekinn í janúar í fyrra

Fyrsti leikur Rowett með Millwall verður einmitt gegn Stoke. Millwall er í 17. sæti deildarinnar. Jón Daði hefur komið við sögu í sex af tólf leikjum liðsins í deildinni en hefur ekki náð að skora.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert