Arsenal þarf að reka Emery

Unai Emery
Unai Emery AFP

Mikil pressa er á Unai Emery, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir slæmt gengi liðsins að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Forráðamenn Arsenal eru sagðir vera að missa þolinmæðina en blaðamaðurinn Charlie Watts hjá Goal segir það tímabært að skipta um stjóra.

„Eftir 18 mánuði er fátt sem bendir til þess að gengi liðsins sé að batna og þeir sem stjórna hjá félaginu hljóta að velta því fyrir sér hvort Emery sé maðurinn til að snúa genginu við,“ skrifaði Watts í grein sinni á vefsíðu Goal.

„Úrslitin eru léleg en frammistöðurnar eru verri. Fótboltinn er þunglamalegur og langt frá því sem Arsenal var þekkt fyrir undir stjórn Arsene Wenger,“ bætir Watts við en hann telur stutt í að Spánverjinn verði látinn fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert