Tíu leikmenn Watford unnu sinn fyrsta sigur

Gerard Deulofeu skoraði fyrra mark Watford.
Gerard Deulofeu skoraði fyrra mark Watford. AFP

Watford hrósaði sínum fyrsta sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liði hafði betur á útivelli gegn nýliðum Norwich 2:0 í sannkölluðum fallbaráttuslag.

Gerard Deulofeu kom Watford í forystu strax á 2. mínútu leiksins og Andre Gray bætti við öðru marki á 52. mínútu. Á 65. mínútu missti Watford mann af velli þegar Christian Kabasele fékk að líta sitt annað gula spjald en Norwich náði ekki að færa sér liðsmuninn í nyt.

Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti. Watford er í 19. sæti með 8 stig eins og Southampton en Norwich er í frjálsu falli í botnsæti deildarinnar með 7 stig en það hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.

mbl.is