Gylfi í byrjunarlið Everton á ný

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Flautað verður til leiks klukkan 15. 

https://www.mbl.is/sport/enski/2019/11/09/enski_boltinn_i_beinni/

Gylfi hefur byrjað á varamannabekk Everton í síðustu fjórum leikjum, en er nú kominn í byrjunarliðið á nýjan leik. Gylfi leysir André Gomes af hólmi, en Gomes fótbrotnaði illa í 1:1-jafntefli við Tottenham síðastliðinn sunnudag. 

Leikurinn í dag er mikilvægur, þar sem Everton er aðeins með ellefu stig, þremur stigum meira en Southampton sem er í 19. sæti með átta stig.

mbl.is