Lykilmenn Liverpool missa af HM

Liverpool vann sannfærandi sigur á Everton í gærkvöldi.
Liverpool vann sannfærandi sigur á Everton í gærkvöldi. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tilkynnti í dag 23 manna hóp sem ferðast til Katar síðar í mánuðinum til að taka þátt í HM félagsliða. Liverpool spilar í undaúrslitum 18. desember og fer úrslitaleikurinn fram 21. desember.  

Joël Matip og Fabinho eru ekki í hópnum vegna meiðsla. Búist var við að Matip yrði með á mótinu, en meiðsli hans eru alvarlegri en talið var í fyrstu. Fabinho leikur ekki meira með Liverpool á árinu. 

Á meðal leikmanna sem eru í hópnum eru táningarnir Harvey Elliot, Rhian Brewster, Neco Williams og Curtis Jones. Liverpool mætir Aston Villa í deildabikarnum daginn fyrir undanúrslitaleikinn og teflir Liverpool því upp tveimur gjörólíkum liðum í leikjunum. 

HM-hópur Liverpool: Alisson, Virgil Van Dijk, Georginio Wijnaldum, Dejan Lovren, James Milner, Naby Keita, Roberto Firmino, Sadio Mane, Mo Salah, Joe Gomez, Adrian, Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain, Adam Lallana, Andy Lonergan, Xherdan Shaqiri, Rhian Brewster, Andy Robertson, Divock Origi, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Harvey Elliott, Neco Williams.

mbl.is