Langþráður sigur hjá Burnley

Ashley Westwood skorar sigurmark Burnley.
Ashley Westwood skorar sigurmark Burnley. AFP

Burnley vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 21. desember er liðið lagði Leicester á heimavelli, 2:1.

Leicester komst yfir á 33. mínútu með marki Harvey Barnes en Chris Wood jafnaði á 56. mínútu. Leicester fékk gott færi til að skora á 68. mínútu en Tom Pope gerði glæsilega í að verja vítaspyrnu frá Jamie Vardy. 

Það átti eftir að vera dýrkeypt fyrir Leicester því Ashley Westwood skoraði sigurmark Burnley á 79. mínútu. Leicester hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Burnley er í 14. sæti með 27 stig og Leicester í þriðja sæti með 45 stig. 

mbl.is