Jóhann Berg áfram frá keppni

Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með Burnley um helgina.
Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með Burnley um helgina. Ljósmynd/Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu verður ekki klár í slaginn er lið hans Burnley heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. 

Jóhann hefur ekkert leikið með Burnley síðan hann meiddist í leik gegn Peterbrough í enska bikarnum í byrjun árs. Hefur hann misst af fimm síðustu leikjum.

Kantmaðurinn var nýkominn af stað á ný eftir þriggja mánaða meiðsli er hann meiddist á nýjan leik og hefur því verið mikið frá keppni síðasta tæpa hálfa árið.

mbl.is