Enn bið á að Jóhann Berg spili

Jóhann Berg Guðmundsson hefur misst mikið úr í vetur.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur misst mikið úr í vetur. Ljósmynd/Burnley

Enn virðist ætla að verða bið á því að Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leiki á ný með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Hann kom inn í hópinn um síðustu helgi þegar Burnley vann Bournemouth, í fyrsta sinn síðan hann meiddist í bikarleik 4. janúar.

Burnley sækir Newcastle heim á laugardaginn en Sean Dyche, knattspyrnustjóri félagsins, sagði á fréttamannafundi núna eftir hádegið að smá bakslag hefði komið hjá Jóhanni sem myndi tefja hann enn um nokkra daga. 

mbl.is