Liverpool þarf þrjá sigra í viðbót

Mo Salah skoraði jöfnunarmark Liverpool.
Mo Salah skoraði jöfnunarmark Liverpool. AFP

Liverpool er þremur sigrum frá því að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár eftir 2:1-sigur á Bournemouth á Anfield í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Það byrjaði ekki gæfuleika fyrir Liverpool því Callum Wilson kom liðinu yfir strax á níundu mínútu eftir huggulega sókn. Wilson átti auðvelt með að pota boltanum í netið af stuttu færi eftir flotta sendingu Jeffersons Lerma. 

Það tók Liverpool 16 mínútur að jafna metin og það gerði Mo Salah. Varamaðurinn Jack Simpson tapaði boltanum á hættulegum stað og Liverpool var fljótt að refsa. Átta mínútum síðar skoraði Sadio Mané sigurmarkið eftir stungusendingu frá Virgil van Dijk. 

Liverpool fékk fín færi til að bæta við marki í seinni hálfleik, en það tókst ekki. James Milner sá svo til þess að Bourenmouth jafnaði ekki er hann bjargaði glæsilega á línu frá Ryan Fraiser, eftir að Fraiser lyfti boltanum yfir Adrián í markinu.

Liverpool er nú með 25 stiga forskot á Manchester City, sem á leik við erkifjendur sína í Manchester United á morgun. 

Liverpool 2:1 Bournemouth opna loka
90. mín. Roberto Firmino (Liverpool) á skot framhjá Í rosalega góðu færi til að gulltryggja sigurinn. Salah með flotta fyrirgjöf á Firmino sem fær frítt skot frá vítapunktinum en hann skóflar boltanum yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert