Telur útilokað að Mané og Salah fari til Spánar

Sadio Mané og Mohamed Salah fagna marki.
Sadio Mané og Mohamed Salah fagna marki. AFP

Steve McManaman, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, telur útilokað að Liverpool þurfi að sjá á eftir þeim Sadio Mané eða Mohamed Salah til Spánar á næsta tímabili. 

Risarnir í spænsku deildinni, Real Madrid og Barcelona, eru gjarnan nefnd til sögunnar þegar leikmenn skara fram úr í öðrum löndum og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa sjaldan sagt nei hafi þeim boðist að ganga til liðs við Real eða Barca.

McManaman er áhugaverður viðmælandi í þessu tilfelli þar sem hann fór sjálfur frá Liverpool til Real Madrid undir lok síðustu aldar og varð Evrópumeistari með Real. 

„Real Madrid er nú þegar Eden Hazard í sínum röðum. Félagið keypti Rodrygo síðasta sumar og fjárfesti í Reinier í janúar. Ég myndi því taka sögusögnum um Real Madrid með fyrirvara. Real Madrid og Barcelona vilja bæði stokka upp spilin og tryggja sér nokkra leikmenn vegna þess að bæði liðin hafa orðið fyrir vonbrigðum með keppnistímabilið. Ég tel þó útilokað að Sadio Mané eða Mohamed Salah séu á leiðinni til Real Madrid eða Barcelona,“ er haft eftir McManaman hjá HorseRacing.net.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert