Tottenham upp í líklegt Evrópusæti

Gylfi Þór Sigurðsson og Harry Kane krjúpa í upphafi leiks …
Gylfi Þór Sigurðsson og Harry Kane krjúpa í upphafi leiks í kvöld. AFP

Tottenham náði í mikilvæg stig í slagnum um Evrópusæti í kvöld þegar liðið lagði Gylfa Þór Sigurðsson og samherja í Everton að velli á heimavelli sínum í London, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Tottenham komst með sigrinum í áttunda sætið með 48 stig, á betri markatölu en Sheffield United, en miklar líkur eru á að áttunda sætið gefi keppnisrétt í Evrópudeild UEFA. Everton er áfram í 11. sætinu með 44 stig.

Sigurmarkið var sjálfsmark á 24. mínútu leiksins en Giovani Lo Celso skaut þá að marki, boltinn hefði farið framhjá en fór í Michael Keane miðvörð Everton og þaðan í netið.

Gylfi lék á miðjunni hjá Everton en var skipt af velli á 67. mínútu leiksins.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Tottenham 1:0 Everton opna loka
90. mín. Moise Kean (Everton) á skot sem er varið Frá vítateig en beint á Lloris
mbl.is