Markaveislan í Manchester (myndskeið)

Manchester City gæti enn náð að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili en liðið skoraði fimm gegn Newcastle á Etihad-leikvanginum í dag.

City vann leikinn 5:0 og er með 86 mörk skoruð í 34 leikjum til þessa, þegar fjórum umferðum er ólokið.

Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is