Fyrrverandi leikmaður Liverpool í nýtt starf

Harry Kewell er tekinn við Oldham.
Harry Kewell er tekinn við Oldham. Ljósmynd/Oldham

Enska D-deildarfélagið Oldham Athletic hefur ráðið Ástralann Harry Kewell sem nýjan knattspyrnustjóra. Kewell gerði garðinn frægan sem leikmaður Liverpool og Leeds á sínum tíma. 

Kewell hefur stýrt Crawley og Notts County í neðri deildum Englands síðan hann lagði skóna á hilluna. Er hann sjöundi stjóri Oldham á síðustu tveimur árum, en liðið endaði í 19. sæti D-deildarinnar á tímabilinu. 

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, stýrði Oldham í sjö leikjum á síðasta ári en sagði starfi sínu lausu eftir aðeins rúman mánuð í starfi. 

mbl.is