Fyrstu leikirnir með áhorfendum á Englandi

Newcastle lék í gærkvöld á galtómum 50 þúsund manna leikvangi …
Newcastle lék í gærkvöld á galtómum 50 þúsund manna leikvangi sínum gegn Blackburn í deildabikarnum, eins og ensku liðin hafa þurft að gera frá miðjum júní. AFP

Englendingar ætla að taka fyrsta skrefið í að hleypa áhorfendum inn á knattspyrnuleiki á nýjan leik um næstu helgi og hafa valið til þess tíu leiki.

Þrír þeirra eru í ensku B-deildinni, Luton – Derby, Middlesbrough – Bournemouth og Norwich – Preston, en hinir eru í C- og D-deildunum þar sem Blackpool, Charlton, Hull, Shrewsbury, Carlisle, Forest Green Rovers og Morecambe eru á heimavöllum.

Þúsund áhorfendur mega koma á hvern leik fyrir sig og þetta skref er það fyrsta í samvinnu milli ensku deildakeppninnar og bresku ríkisstjórnarinnar um að byrjað verði að opna leikvangana fyrir áhorfendum frá 1. október.

mbl.is