West Ham áfram eftir stórsigur

Andriy Yarmolenko átti afar góðan leik.
Andriy Yarmolenko átti afar góðan leik. AFP

West Ham er komið í 16-liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir 5:1-stórsigur á Hull City á heimavelli í  kvöld, 5:1. Leikur West Ham í ensku úrvalsdeildinni og Hull í C-deildinni. 

Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko fór á kostum fyrir West Ham og skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar. Lagði hann upp fyrstu tvö mörkin á Robert Snodgrass og Sébastian Haller áður en hann skoraði þriðja markið sjálfur. 

Mallik Wilks, sem skoraði einnig í síðustu umferð gegn Leeds, minnkaði muninn í 3:1 á 70. mínútu en Haller skoraði sitt annað mark í uppbótartíma og Yarmolenko gerði slíkt hið sama mínútu síðar og þar við sat. 

D-deildarliðið Newport County gerði sér lítið fyrir og vann 3:1-heimasigur á Watford sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og þá hafði Brentford úr B-deildinni betur gegn WBA úr úrvalsdeildinni á útivelli í vítakeppni eftir 2:2-jafntefli í venjulegum leiktíma. 

mbl.is