Burnley að kaupa leikmann Liverpool

Harry Wilson í leik með Bournemouth á síðustu leiktíð.
Harry Wilson í leik með Bournemouth á síðustu leiktíð. AFP

Harry Wilson, sóknarmaður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, er að ganga til liðs við Burnley í ensku úrvalsdeildinni en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Liverpool vill fá í kringum 15 milljónir punda fyrir velska landsliðsmanninn sem er 23 ára gamall og á að baki 17 landsleiki fyrir Wales þar sem hann hefur skorað 3 mörk.

Wilson lék sem lánsmaður með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel. Hann skoraði 7 mörk í 31 leik á síðustu leiktíð en Bournemouth féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Wilson er uppalinn hjá Liverpool en honum hefur aldrei tekist að vinna sér inn fast sæti í liðinu og á ennþá eftir að spila sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert