Hefur engar áhyggjur af Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson hefur byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á varamannabekk Everton. AFP

Eftir að hafa fylgst með Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrstu leikjum Everton á nýbyrjuðu tímabili í enska fótboltanum hef ég ekki minnstu áhyggjur af framgangi hans í vetur.

Gylfi er sem stendur í þeirri stöðu að hefja leik á varamannabekknum en Everton fjárfesti í þremur öflugum miðjumönnum í sumar og mætir til leiks með mun öflugra lið en undanfarin ár.

Hann hefur komið inná fyrstur varamanna liðsins í leikjunum til þessa og undantekningarlaust staðið sig prýðilega þann tíma sem hann hefur spilað.

Inn á milli hefur hann síðan spilað leikina í deildabikarnum og verið þar fyrirliði liðsins.

Gylfi er augljóslega í mun betra formi en á síðasta tímabili, hann virkar helmingi léttari og minnir núna á sjálfan sig á bestu tímabilunum með Swansea og íslenska landsliðinu.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »