Klopp hrósar leikmanni United í hástert

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP

„Hann spilar fyrir Manchester United, sem gerir þetta snúið, en á svona stundum erum við knattspyrnumenn bara manneskjur, sem standa saman,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í gær um baráttu Marcus Rashford í að hjálpa fátækum börnum.

Rashford er 22 ára sóknarmaður United en hann fékk á dögunum MBE-orðu breska ríkisins frá Elísabetu Bretlandsdrottningu eftir að hafa sannfært stjórnvöld um að taka U-beygju í stefnumálum sínum og sjá til þess að börn, sem lifa við erfiðar aðstæður, fái gefins mat í skólanum.

„Það sem Marcus hefur gert er ótrúlegt og ég vona að móðir hans sé mjög stolt af honum. Ég þekki hann ekki, en ég er stoltur af honum!“

Marcus Rashford
Marcus Rashford AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert