Áhorfendur leyfðir í enska boltanum

Leikið hefur verið án áhorfenda til þessa á tímabilinu.
Leikið hefur verið án áhorfenda til þessa á tímabilinu. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun síðar í dag tilkynna að áhorfendur verði leyfðir á íþróttaviðburði utanhúss á nýjan leik en allt að 4.000 áhorfendur mega mæta á leiki frá og með 2. desember þegar núgildandi aðgerðir stjórnvalda renna úr gildi.

Svæðum í Bretlandi er skipt niður í þrjú áhættusvæði vegna veirunnar, en 4.000 áhorfendur mega koma saman þar sem áhættan er minnst, 2.000 þar sem áhættan er meðalmikil en enn verða engir áhorfendur á svæðunum þar sem áhættan er talin mest.

Manchester og Liverpool er á meðal þeirra svæða þar sem áhættan er talin mikil og verða því engir áhorfendur á heimaleikjum Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.

mbl.is