36 ný smit á Englandi

Leikmenn og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni verða skimaðir tvisvar …
Leikmenn og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni verða skimaðir tvisvar í viku fyrir veirunni. AFP

36 ný kórónuveirusmit greindust hjá leikmönnum og starfsmönnum tengdum liðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þetta staðfestu forráðamenn deildarinnar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag en leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn voru skimaðir fyrir veirunni dagana 4.-10. janúar.

Úr síðustu skimun, sem framkvæmd var 28. desember til 3. janúar greindust 40 ný smit og eru fréttir dagsins því kærkomnar fyrir forráðamenn deildarinnar.

Mikill uppgangur hefur verið í fjölda smita á Englandi undanfarna daga og því verða bæði leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar prófaðir tvisvar í viku, næstu vikurnar.

mbl.is