Dawson skaut West Ham áfram

Craig Dawson fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Craig Dawson fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Craig Dawson reyndist hetja West Ham þegar liðið heimsótti E-deildarlið Stockport County í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri West Ham en Dawson skoraði sigurmark leiksins á 83. mínútu eftir undirbúning Jarrod Bowen.

West Ham fær C-deildarlið Doncaster í heimsókn, 23. janúar, í fjórðu umferð bikarkeppninnar.

Fari svo að West Ham vinni þann leik mætir það annaðhvort Manchester United eða Liverpool á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar.

mbl.is