United keyrði yfir Chelsea (myndskeið)

Manchester United vann öruggan 4:0-sigur þegar liðið mætti Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í 1. umferð á síðustu leiktíð.

Marcus Rashford skoraði tvö mörk og Anthony Martial og Daniel James hvor sitt markið í sannfærandi sigri. Leikurinn var sá fyrsti hjá Chelsea undir stjórn Frank Lampard, en hann var rekinn á dögunum og Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

United og Chelsea mætast á Stamford Bridge klukkan 16:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Símanum sport og í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is