Leicester mætir Chelsea í úrslitum

Kelechi Iheanacho fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Kelechi Iheanacho fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Leicester leikur til úrslita um enska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu en liðið vann 1:0-sigur gegn Southampton í undanúrslitum bikarkeppninnar á Wembley í dag.

Það var Kelechi Iheanacho sem skoraði sigurmark leiksins á 55. mínútu en boltinn hrökk þá til hans í vítateig Southampton og hann skoraði af stuttu færi úr teignum.

Úrslitaleikurinn fer fram hinn 15. maí þar sem liðið mætir Chelsea en Chelsea vann 1:0-sigur gegn Mancehster City í hinu undanúrslitaeinvíginu á Wembley í gær.

mbl.is