Kane ætlar að yfirgefa Tottenham

Harry Kane ætlar að yfirgefa Tottenham.
Harry Kane ætlar að yfirgefa Tottenham. AFP

Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, hefur sagt forráðamönnum enska knattspyrnufélagsins Tottenham að hann vilji yfirgefa herbúðir þess.

Kane, sem er 27 ára og algjör lykilmaður liðsins, hefur verið orðaður við félög eins og Manchester City, Real Madrid og Chelsea. Ætla má að Tottenham vilji frekar selja hann utan Englands, sé kostur á því.

Sky greinir hins vegar frá því að Kane vilji heldur vera áfram á Englandi og spila með liði sem er í baráttu um titla. Kane hefur skorað 165 mörk í 240 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Tottenham.

mbl.is