Gylfi spilar í fyrsta lagi í janúar

Gylfi Þór Sigurðsson spilar í fyrsta lagi í janúar með …
Gylfi Þór Sigurðsson spilar í fyrsta lagi í janúar með Everton. AFP

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á tímabilinu fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Hann var ekki á meðal 24 leikmanna sem Everton skráði til leiks í deildinni í vetur.

Hægt er að gera breytingar á hópnum í janúar þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýjan leik, en hver staða Gylfa verður þá er óljós.

Gylfi var handtekinn á dögunum og húsleit gerð á heimili hans vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Liverpool, en Gylfi er laus gegn tryggingu til 16. október hið minnsta.

mbl.is