Sekta Ungverja fyrir kynþáttaníð

Ungverskir áhorfendur láta ókvæðisorðum og bjórdósum rigna yfir Raheem Sterling …
Ungverskir áhorfendur láta ókvæðisorðum og bjórdósum rigna yfir Raheem Sterling þar sem hann fagnar marki í leik Ungverjalands og Englands. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sektað ungverska knattspyrnusambandið vegna framkomu áhorfenda í garð enskra leikmanna í leik Ungverja og Englendinga í undankeppni HM í Búdapest fyrr í þessum mánuði.

Þar urðu bæði Raheem Sterling og Jude Bellingham, leikmenn enska landsliðsins, fyrir kynþáttaníði af hendi áhorfenda.

Sektin nemur tæplega 29 milljónum íslenskra króna og ef þetta gerist aftur á heimaleik Ungverja næstu tvö árin verður þeim refsað með því að spila heimaleik án áhorfenda.

mbl.is