Verður ekki með um helgina

Raphael Varane svekktur eftir að hafa meiðst á sunnudaginn.
Raphael Varane svekktur eftir að hafa meiðst á sunnudaginn. AFP

Raphaël Varane, miðvörður Manchester United, verður ekki með í leik liðsins gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla um næstu helgi eftir að hafa meiðst í leik franska landsliðsins gegn því spænska um síðustu helgi.

Varane fór af velli skömmu fyrir leikhlé í úrslitaleik Þjóðadeildar Evrópu á sunnudaginn eftir að hafa tognað á læri, í leik sem Frakkland vann að lokum 2:1.

Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðslin eru en Varane mun í það minnsta missa af útileik Man United gegn Leicester næstkomandi laugardag.

mbl.is