Tilþrifin: Sigurmarkið kom úr aukaspyrnu

Jonjo Shelvey tryggði Newcastle 1:0-sigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Markið kom beint úr aukaspyrnu í seinni hálfleik.

Sigurinn var mikilvægur í botnbaráttunni hjá Newcastle en liðið er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is