Leikmaður Liverpool yfirgaf völlinn á hækjum

Joe Gomez yfirgaf St. Mary's á hækjum í gær.
Joe Gomez yfirgaf St. Mary's á hækjum í gær. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Joe Gomez verður væntanlega ekki meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Gomez lék aðeins fyrri hálfleikinn vegna meiðslanna og yfirgaf St. Mary‘s, heimavöll Southampton, á hækjum.

Varnarmaðurinn er 24 ára en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á ferlinum og aðeins leikið 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu tveimur árum.

mbl.is