Englendingur inn fyrir Brasilíumann

Pep Guardiola knúsar Fernandinho.
Pep Guardiola knúsar Fernandinho. AFP/Adrian Dennis

Fernandinho, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, hefur samið við uppeldisfélag sitt á Brasilíu, Athletico Paranaense. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Þá er Kalvin Philips, leikmaður Leeds United og enska landsliðsins, á leiðinni til City og verður hann arftaki Fernandinho á miðjunni hjá Englandsmeisturunum.

Fernandinho kom til City árið 2013 frá Shaktar Donetsk í Úkraínu. Hann tók við fyrirliðabandinu af David Silva þegar sá síðarnefndi yfirgaf Manchester árið 2020, og vann fjölmarga titla, þar á meðal fimmta Englandsmeistaratitil sinn með City á síðustu leiktíð.

Brasilíumaðurinn tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi fara frá City í lok leiktíðar og gengur nú til liðs við uppeldisfélag sitt á Brasilíu á frjálsri sölu þar sem hann skrifar undir tveggja ára samning.

mbl.is