Erling Haaland, sóknarmaður Manchester United, heldur áfram að skrifa sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Í dag skoraði hann fjórðu þrennu sína í deildinni á tímabilinu.
Þrennurnar fjórar hefur Haaland skorað í aðeins 19 deildarleikjum og er þegar kominn með 25 mörk.
Það þarf ekki að koma á óvart að enginn leikmaður í rúmlega 30 ára sögu deildarinnar hefur verið fljótari að skora þetta margar þrennur.
Ruud van Nistelrooy átti fyrra met, en hann skoraði fjórðu þrennu sína fyrir Manchester United í 65. leik sínum í upphafi aldarinnar.