Varnarmaður Liverpool úr leik

Ibrahima Konaté í baráttu við Joel Veltman hjá Brighton í …
Ibrahima Konaté í baráttu við Joel Veltman hjá Brighton í leiknum á sunnudaginn. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnuliðið Liverpool verður án franska miðvarðarins Ibrahima Konaté næstu vikurnar.

Konaté tognaði aftan í læri í bikarleik Liverpool gegn Brighton á sunnudaginn. Samkvæmt fyrstu fréttum verður hann frá keppni í tvær til þrjár vikur en það getur kostað hann eina fjóra mikilvæga leiki, deildaleiki við Wolves, Everton og Newcastle og fyrri leikinn gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

mbl.is