Match of the Day fer í loftið án sérfræðinga

Gary Lineker.
Gary Lineker. AFP

Match of the Day verður sýndur á BBC í dag, án sérfræðinga. Þáttastjórnandinn, Gary Lineker hefur verið sendur í tímabundið leyfi og allir sérfræðingar þáttarins hafa sýnt honum stuðning og neitað að mæta.

Lineker gagnrýndi stefnu breskra yfirvalda í málefnum flóttafólks og sendi BBC hann í tímabundið leyfi fyrir brot á reglum stöðvarinnar.

Öll 12 lið ensku úrvalsdeildarinnar sem spila í dag hafa fengið þær upplýsingar frá BBC að hvorki þjálfarar né leikmenn muni fá beiðnir um viðtöl frá Match of the Day.

mbl.is