„De Gea er ekki nógu góður“

David de Gea í leiknum í gær.
David de Gea í leiknum í gær. AFP/Glyn Kirk

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, sem starfar nú sem sparkspekingur sagði að Manchester United þyrfti að finna sér nýjan markmann ef liðið ætlaði að komast aftur í fremstu röð.

Keane var spekingur í setti hjá sjónvarpsstöðinni ITV þegar úrslitaleikurinn í enska bikarnum var spilaður í gær. Leiknum lauk með sigri Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United, 2:1.

David de Gea, markvörður Manchester United, var illa staðsettur í öðru marki City-manna sem varð til þess að frekar máttlítið skot Ilkay Gündogan endaði í markinu.

Keane, sem lengi hefur talað fyrir því að United þurfi nýjan markmann, sagðist vera orðinn þreyttur á að þurfa að benda á þetta.

„Félagið þarf nýjan markmann og heimsklassa framherja. Ég er orðinn þreyttur á að segja þetta. De Gea er ekki nógu góður, hann verður ekki sá sem mun koma liðinu aftur í það að vinna titla.“ sagði Roy Keane.

David de Gea leit ekki vel út í öðru marki …
David de Gea leit ekki vel út í öðru marki Ilkay Gündogan í gær. AFP/Adrian Dennis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert