Versta ákvörðun tímabilsins á Englandi?

Knattspyrnudómarinn Simon Hooper var harðlega gagnrýndur eftir leik Manchester City og Tottenham sem fram fór í 14. umferð úrvalsdeildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester í gær.

Leiknum lauk með jafntefli 3:3, en heilt yfir þá dæmdi Hoopper leikinn ágætlega, allt þangað til að komið var fram í uppbótartíma.

Manchester City var þá á leið í skyndisókn en brotið var á Erling Haaland í aðdraganda sóknarinnar. Haalands stóð hins vegar upp aftur og átti sendingu inn fyrir á Jack Grealish sem var sloppinn einn í gegn.

Hooper beitti hagnaðarreglunni til að byrja með en á einhvern óskiljanlegan hátt ákvað hann svo að blása í flautu sína við vægast sagt lítinn fögnuð leikmanna Manchester City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert