Bjarni Þór: Þetta var bananahýði

„Ég held að Jürgen Klopp sé virkilega sáttur með að klára þennan leik,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um leik Sheffield United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Liverpool þar sem þeir Virgil van Dijk og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Liverpool í sitt hvorum hálfleiknum.

„Þetta var bananahýði en þeir stóðust prófið þótt að frammistaðan hafi ekki verið frábær,“ sagði Bjarni.

„Mér fannst reyndar Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté frábærir í miðri vörninni en Sheffield United voru aldrei líklegir til þess að skora,“ sagði Bjarni Þór meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert