„Var búin að vera mjög erfið vika fyrir United“

„Þetta var búin að vera mjög erfið vika fyrir United,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leiknum lauk með sigri United, 2:1, þar sem Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis fyrir United en liðið tapaði illa fyrir Newcastle á útivelli í síðustu umferð.

„Þetta var frábær sigur hjá United,“ sagði Bjarni Þór.

„Þetta var góður leikur hjá United, þeir voru að ógna mikið og þetta var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir meðal annars.

Scott McTominay skoraði bæði mörk United á miðvikudaginn.
Scott McTominay skoraði bæði mörk United á miðvikudaginn. AFP/Oli Scarff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert