Rooney setti Gylfa á vondan lista

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United frá upphafi, ræddi málefni uppeldisfélagsins Everton við Mirror.

Rooney og Gylfi Þór Sigurðsson komu saman til Everton sumarið 2017, en enski sóknarmaðurinn fyrrverandi var ekki hrifinn af kaupstefnu félagsins á þessum tíma.

Everton keypti Gylfa af Swansea á 45 milljónir punda. Í kjölfarið keypti félagið svo Davy Klaassen og Nikola Vlasic og fannst Rooney Everton kaupa of marga svipaða leikmenn.

„Það voru margir svipaðir leikmenn keyptir á háar fjárhæðir. Leikmenn eins og Gylfi, Davy Klaassen og Vlasic. Þetta voru skrítin kaup og félagið er að finna fyrir því núna,“ sagði Rooney.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert